Fjárlög 1995

7. fundur
Miðvikudaginn 12. október 1994, kl. 15:12:40 (281)


[15:12]
     Heilbrigðisráðherra (Sighvatur Björgvinsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Í fjárlagafrv. eru greiðslur samkvæmt lögum um almannatryggingar miðaðar við það launastig sem er í landinu í dag. Í fjárlögum er gert ráð fyrir því að menn geti bætt það upp á næsta ári með allt að 580 millj. Verði gerðir nýir kjarasamningar áður en fjárlög verða afgreidd verður auðvitað gert nákvæmlega það sama við þessa fjárlagaafgreiðslu eins og vani er við fjárlagaafgreiðslur við slíkar aðstæður, að tekið verði tillit til áhrifa hinna nýju kjarasamninga sem gerðir kunna að vera. Þetta eru nákvæmlega sömu aðferðir sem hafa verið viðhafðar við sambærilegar aðstæður og nú er. Ég ætla enn einu sinni að segja það og í þriðja skiptið, virðulegi forseti. Ekki stendur til að gera þá breytingu á almannatryggingalöggjöfinni að höggva á tengsl milli launastigs í landinu og greiðslu tryggingabóta. ( Gripið fram í: Er þetta þá bara rugl hjá Friðriki?