Fjárlög 1995

7. fundur
Miðvikudaginn 12. október 1994, kl. 20:57:51 (310)


[20:57]
     Sigbjörn Gunnarsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég verð nú ekki var við mikla rimmu milli okkar fjmrh. Það er hins vegar svo í hvaða samsteypustjórn sem ég hef þekkt til og man eftir að það kann að vera ákveðinn áherslumunur. Þessari ríkisstjórn hefur tekist fullkomlega að leysa þann ágreining sem á stundum hefur verið hafður uppi. Ég kann því hins vegar miður að talað sé um orð manna --- og legg það ekki í vana minn að kalla orð manna innihaldslaust gaspur. Hins vegar mun hv. þm. Jóhannes Geir að sjálfsögðu fylgjast með því hvað út úr þessu kemur og hann bíður þá bara spenntur næstu tvo mánuði.