Lánsfjáraukalög 1994

8. fundur
Fimmtudaginn 13. október 1994, kl. 12:51:32 (374)


[12:51]
     Svavar Gestsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Við þekkjum það auðvitað að það er óumdeilt að það hefur verið fluttur verulegur skattaþungi yfir á einstaklingana og ég hygg að í mjög mörgum þeirra tilvika sem við erum að tala um í sambandi við vanskil á húsbréfum þá hafi það einmitt verið skattbyrðin sem í raun og veru reið baggamuninn. Í enn öðrum tilvikum var það minnkandi vinna og minni yfirborganir. Það er örugglega alveg rétt hjá hæstv. fjmrh. að þær tölur sem hann er að vitna til eru vafalaust rétt eftir hafðar og ég er ekkert að draga það í efa. Hitt stendur eftir að það eru mörg þúsund Íslendinga sem ráða ekkert við þessi húsbréf eins og er og það er ekki hægt að ræða um þetta frv. öðruvísi en að tala um kjör þeirra einstaklinga líka.
[Fundarhlé. --- 12:52]