Atvinnuleysistryggingar

8. fundur
Fimmtudaginn 13. október 1994, kl. 15:15:25 (402)


[15:15]
     Svavar Gestsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég þakka hv. 5. þm. Norðurl. e. fyrir svörin. Það liggur hérna fyrir fjárlagafrv. og þar vantar 1.000 millj. kr. í Atvinnuleysistryggingasjóð. Þar er gert ráð fyrir því að skera niður atvinnuleysisbætur um 200 millj. á næsta ári miðað við óbreytt atvinnustig eða atvinnuleysisstig. Þar er engar upplýsingar að finna um það hvernig á að fjármagna aukinn atvinnuleysisbótarétt vörubílstjóra og trillusjómanna sem var pínt í gegn á síðasta þingi með yfirlýsingum fyrrv. hæstv. félmrh. sem endaði svo með því að það var gefin út reglugerð um það mál, ég held einhvern tíma í maí eða júní í fyrra. Hæstv. fjmrh. hélt því fram að þessi eina reglugerð kostaði 100 millj., minnir mig.
    Ég segi alveg eins og er að auðvitað fagna ég því að það hefur ekki slokknað á stjórnarþingmönnum. Þeir eru vakandi fyrir sínu starfi og það er ánægjulegt að verða vitni að því. En óneitanlega finnst manni það dálítið athyglisvert að sömu dagana, það var í gær verið að tala um niðurskurðinn í Atvinnuleysistryggingasjóði, daginn eftir er frv. um að hækka peningana til sjóðsins. Það er dálítið sérkennilegt, með leyfi að segja, hæstv. forseti.