Guðjón A. Kristjánsson fyrir MB, Ágústa Gísladóttir fyrir JVK

9. fundur
Mánudaginn 17. október 1994, kl. 15:05:01 (420)


     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Borist hefur eftirfarandi bréf, dags. 14. október 1994:
    ,,Þar sem Matthías Bjarnason, 1. þm. Vestf., getur ekki af heilsufarsástæðum sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska eftir því að 1. varaþm. Sjálfstfl. í Vestfjarðakjördæmi, Guðjón A. Kristjánsson skipstjóri, Ísafirði, taki sæti á Alþingi í fjarveru hans.
    Þetta er yður hér með tilkynnt, virðulegi forseti.
Geir H. Haarde, formaður þingflokks Sjálfstfl.``


    Guðjón A. Kristjánsson hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðinn velkominn til starfa.


    Þá er annað bréf til forseta Alþingis, dags. 14. október 1994:
    ,,Þar sem ég vegna veikinda get ekki sótt þingfundi næstu vikur leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska þess að 1. varamaður Samtaka um kvennalista í Vestfjarðakjördæmi, Ágústa Gísladóttir útibússtjóri, Ísafirði, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.
    Þetta er yður hér með tilkynnt, virðulegi forseti.
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, 6. þm. Vestf.``


    Ágústa Gísladóttir hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðin velkomin til starfa.