Lánsfjáraukalög 1994

12. fundur
Mánudaginn 17. október 1994, kl. 17:03:55 (462)

[17:03]
     Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Rannveig Guðmundsdóttir) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Eins og ég sagði áðan þá má alveg segja það að þetta sé réttmæt athugasemd sem

slík. Við erum að afgreiða þetta frv. til lánsfjáraukalaga með óvenjulegum hraða. Við tókum það fyrir í efh.- og viðskn. á fimmtudagsmorgun á fundi áður en málið kom til umræðu í þinginu og við ræddum það á aukafundi í dag með hagsmuni þeirra sem bíða eftir að hægt sé að fara að afgreiða húsbréf í huga og það voru nokkrir örðugleikar að gera þetta á annan hátt og því var þetta niðurstaða okkar. Ég get alveg fallist á það og mundi sjálf gjarnan vilja standa þannig að málum að vera aldrei að afgreiða neitt í öfugri röð en það var niðurstaða okkar að gera þetta þrátt fyrir það prinsipp að þessu sinni.