Málefni Ríkisútvarpsins

14. fundur
Þriðjudaginn 18. október 1994, kl. 15:01:04 (515)


     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Eins og áður hafði verið tilkynnt hefst nú utandagskrárumræða. Umræðan er um málefni Ríkisútvarpsins í ljósi nýlegra atburða innan stofnunarinnar. Málshefjandi er hv. 9. þm. Reykv., Svavar Gestsson, og menntmrh. verður til andsvara. Gert er ráð fyrir að umræðan geti staðið í allt að eina klukkustund og málshefjandi og hæstv. ráðherra hafa samtals 10 mínútur til umráða hvor í fyrri og síðari umferð, og aðrir hv. þm. geti talað í allt að fjórar mínútur í senn.