Sjómannalög

14. fundur
Þriðjudaginn 18. október 1994, kl. 16:32:50 (537)

[16:32]
     Guðrún Helgadóttir (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég held að við hv. 16. þm. Reykv. séum aðeins að misskilja hvort annað. Það er auðvitað munur á því að vera sagt upp eða segja upp og hér er um að ræða fólk sem sagt er upp störfum. Ég geri ráð fyrir að ef maður segir upp störfum, þá eigi hann náttúrlega ekki rétt á launum þann tíma sem ákveðið er í lögum, en sé honum sagt upp, þá eigi hann rétt á því.