Vantraust á ráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar

17. fundur
Mánudaginn 24. október 1994, kl. 20:32:20 (654)



     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Umræðan fer þannig fram að hver þingflokkur fær 15 mínútur til umráða og Jóhanna Sigurðardóttir, 12. þm. Reykv., utan flokka, sjö og hálfa mínútu. Röð flokkanna verður þessi: Samtök um kvennalista, Sjálfstfl., Framsfl., Alþfl. og Alþb. Ræðumenn verða fyrir Samtök um kvennalista Kristín Ástgeirsdóttir, 15. þm. Reykv., og Anna Ólafsdóttir Björnsson, 9. þm. Reykn.; fyrir Sjálfstfl. Davíð Oddsson forsrh., af hálfu Framsfl. tala Halldór Ásgrímsson, 1. þm. Austurl., og Finnur Ingólfsson, 11. þm. Reykv. Ræðumaður Alþfl. verður Jón Baldvin Hannibalsson utanrrh. og fyrir Alþb. tala Ragnar Arnalds, 3. þm. Norðurl. v., og Svavar Gestsson, 9. þm. Reykv.