Fjáraukalög 1994

18. fundur
Þriðjudaginn 25. október 1994, kl. 17:06:19 (716)

[17:06]
     Jóhannes Geir Sigurgeirsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Ég ætla ekki að fara að elta ólar við útúrsnúning hæstv. fjmrh. í lok síns svars. Það liggur hins vegar ljóst fyrir að einu pappírarnir sem ríkið er að selja núna, sem kaupendurnir líta við, eru ECU-bréfin. Hæstv. fjmrh. hristir höfuðið, en hvað seldist mikið af spariskírteinum ríkissjóðs í síðasta útboði? (Gripið fram í.) Nei, hann man það ekki. Hæstv. ráðherra man það ekki segir, hann. ( Fjmrh.: Ég sagði það ekki.) En ég hygg að þá hafi ekkert selst nema ECU-bréfin og svar hæstv. fjmrh. hér áðan var frá upphafi til enda ein staðfesting á því að ríkisstjórnin er að falla frá og getur ekki lengur staðið við 5,00% vaxtamarkið. Við höfum fyrir okkur reynsluna á markaðnum núna. Við höfum fyrir okkur orð seðlabankastjórnar sem segir að það sé afar erfitt fyrir Seðlabankann að styðja lengur við það mark. Þurfum við frekari vitnanna við? Og það er ekkert mikið þó að hæstv. fjmrh. grípi til útúrsnúninga þegar hann er orðinn rökþrota.
    Það er nú einu sinni svo, hæstv. fjmrh., ( Fjmrh.: Hvaða málflutningur er þetta?) Þetta er ósköp eðlilegur málflutningur miðað við lokaorð hæstv. fjmrh. ( Fjmrh.: Hvaða útúrsnúningar eru þetta?) Þeir útúrsnúningar, hæstv. fjmrh., að þegar ráðherrann er kominn í rökþrot, að láta þá sem svo að hann einn skilji eðli markaðsins. ( Fjmrh.: Hvaða útúrsnúningar eru þetta?)