Fjáraukalög 1994

18. fundur
Þriðjudaginn 25. október 1994, kl. 17:15:32 (719)

[17:15]
     Kristín Ástgeirsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég vil upplýsa hæstv. fjmrh. um það að ég á ekki sæti í fjárln. og hef þar af leiðandi ekki beinan aðgang að þeim embættismönnum sem þar munu væntanlega mæta og gera grein fyrir þessum málum. Ég tel að hér sé um vægast sagt fráleitt mál að ræða og ég vakti athygli á því í síðustu viku hvers konar vinnubrögð hafa verið höfð í frammi af hálfu fjmrn. þar sem kröfur eru látnar hlaða á sig dráttarvöxtum svo nemur milljónum. Ég tel þetta vera ámælisverða meðferð á almannafé og mér finnst ekki til of mikils mælst að fjmrh. setji sig inn í mál. Mér finnst þetta mál vera dæmi um það að hæstv. fjmrh. ætti kannski að reyna að fylgjast svolítið betur með því sem gerist í hans ráðuneyti.