Lánsfjárlög 1995

18. fundur
Þriðjudaginn 25. október 1994, kl. 21:39:07 (752)

[21:39]
     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (um fundarstjórn) :
    Virðulegi forseti. Hv. þm. hefur eitthvað misskilið þetta. Ég var að tala um að það er kallað á ráðherra til að hlýða á ræður annarra. En hv. þm. hefur beðið um orðið og er ekki mættur og mér skilst því miður vegna þess að það eru fleiri mál á dagskránni sem ég vildi gjarnan fá rædd hér að þá sé ekki hægt að taka þau fyrir og nú verðum við að sitja og bíða eftir virðulegum þingmanni. Það er dálítið öðruvísi heldur en þegar beðið er um hæstv. ráðherra.