Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

20. fundur
Fimmtudaginn 27. október 1994, kl. 14:14:29 (839)

[14:14]
     Kristín Ástgeirsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. þm. Rannveigu Guðmundsdóttur fyrir það hve mikla áherslu hún lagði hér á málefni kvenna í heiminum og það veitir nú ekki af. Ég fagna því sérstaklega að ég fæ ekki betur séð en að konur bæði í Sjálfstfl. og Alþfl. séu loksins að vakna til vitundar um það ástand sem ríkir í þeirra flokkum og hve konur eiga þar erfitt uppdráttar. Það gildir nú ekki síst um alþýðuflokkskonur sem hafa séð hve gríðarlegum árangri konur í jafnaðarmannaflokkum á Norðurlöndunum hafa náð svo að það hlýtur að vera þeim hvatning til sóknar. Hv. þm. nefndi hér í ræðu sinni hóphyggju kvenna og það væri ekki leið í baráttunni og mig langar til að biðja hana að skýra hvað hún á við með þessu. Ég skil þetta ekki.