Hvalveiðar

22. fundur
Mánudaginn 31. október 1994, kl. 16:07:59 (916)


[16:07]
     Guðjón A. Kristjánsson :
    Hæstv. forseti. Ég vil fagna þeirri yfirlýsingu sem hæstv. sjútvrh., Þorsteinn Pálsson, lét frá sér fara áðan, að það stæði til að koma hér með þáltill. um að hefja hrefnuveiðar. Það er út af fyrir sig áfangi í málinu en engan veginn nægjanlegt að mínu mati. Ég tel að það sé búið að sýna fram á það með vísindalegum rannsóknum að hvalastofninn hafi veruleg áhrif á lífríki hafsins hér við land og við eigum að fara ekki bara í hrefnuveiðarnar heldur almennt í hvalveiðarnar á þeim vísindalegu rökum sem við höfum um það mál.
    Ég vil líka vekja athygli á því að það er afar nauðsynlegt fyrir þá menn sem hangið hafa á horriminni og átt hagsmuna að gæta í fjölda ára, hangið á horriminni eftir að hvalveiðarnar voru teknar frá þeim, að þeir fái sem allra fyrst að vita af því hvort leyfðar verði veiðar t.d. á hrefnu á næsta vori þannig að

menn geti tekið það með inn í þá atvinnumöguleika sem þeir eiga fram undan. Nóg er nú samt að gert varðandi afkomu þessara manna á undanförnum árum og hvernig hefur verið farið með þeirra afkomu.