Grunnskóli

23. fundur
Þriðjudaginn 01. nóvember 1994, kl. 16:30:16 (992)




[16:30]
     Svavar Gestsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég átti satt að segja ekki sæti í menntmn. þegar þetta gerðist á sínum tíma. Ég var áheyrnarfulltrúi í menntmn. efri deildar. Fulltrúi stjórnarandstöðuflokkanna þáverandi einna röskastur í menntmn. var Guðrún Agnarsdóttir. Ég man ekki eftir því að við yrðum fyrir mjög mikilli gagnrýni af hálfu Kennarasamtakanna eða HÍK varðandi þetta atriði sérstaklega þannig að ég held að það sé langeinfaldast að enginn kenni neinum um í þessu máli en viðurkenni þann veruleika sem ég rakti hér áðan að viðbættu því sem hv. þm. nefndi. Það er veruleiki sem við stöndum frammi fyrir. Staðreyndin er hins vegar sú að við breytum þessu ekki með því að snúa aftur við til sama lands, heldur verðum við að setja okkur að bæta úr þeim ágöllum framhaldsskólans sem hv. þm. minntist á og ég einnig og það ræðum við væntanlega nk. þriðjudag.