Endurnýjun starfsleyfis Kísiliðjunnar í Mývatnssveit

24. fundur
Miðvikudaginn 02. nóvember 1994, kl. 13:54:32 (1052)


[13:54]
     Jóhannes Geir Sigurgeirsson :
    Virðulegur forseti. Þetta er á við annað í vinnubrögðum hæstv. ríkisstjórnar að ráðherrar geri samkomulag við aðila í raun utan stjórnkerfisins, því að Náttúruverndarráð á sér enga stoð í okkar stjórnskipulagi, geri samkomulag við slíka aðila í svo afdrifamiklu máli þar sem undir eru hagsmunir og búseta heils byggðarlags. Að það eigi að gerast núna á árinu 1994 að ákveðið verði að framlengja ekki frá 2010. Þetta verð ég að segja að eru afar sérstök vinnubrögð og ég hlýt að vonast til þess að til þessa komi ekki og ég spyr hæstv. ráðherra hvort hann geri sér grein fyrir því hvaða afleiðingar það gæti haft ef þetta yrði lögfest á árinu.