Vegaframkvæmdir á Austurlandi

24. fundur
Miðvikudaginn 02. nóvember 1994, kl. 14:28:56 (1065)


[14:28]
     Tómas Ingi Olrich (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Í sambandi við þau ummæli hv. 3. þm. Vesturl. áðan um afstöðu samgrh. til þessa máls þá vil ég aðeins geta þess að mér finnst sjálfsagt að hann verði inntur eftir viðhorfi sínu til málsins. En það getur naumast talist eðlilegt að hv. þm. sé að vitna í einhver samtöl úti á gangi og beri síðan afstöðu ráðherrans hingað í salinn. Það eru ekki vinnubrögð sem almennt tíðkast og getur ekki talist eðlilegt að standa þannig að málum.