Vegaframkvæmdir á Austurlandi

24. fundur
Miðvikudaginn 02. nóvember 1994, kl. 14:29:40 (1066)


[14:29]
     Jóhann Ársælsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Þetta er greinilega mjög viðkvæmt mál, já. Ég tel reyndar að ekkert sé athugavert við það þó að menn hafi eftir einhver samtöl sem þeir hafa átt við hæstv. ráðherra. Ég vildi gera það til öryggis þegar ég sá að hann gekk til dyra að athuga hvort hann ætlaði ekki að vera við þessa umræðu til þess að það þyrfti ekki að fara að ónáða hæstv. forseta með því að biðja um að hann yrði kallaður í hús. Ég bið þess vegna ekki um það vegna þess að ég veit að það er ekki um það að ræða að hægt sé að fá hann til baka. Þess vegna spurði ég hann um þetta og ég sé ekkert athugavert við það og ber það hér þess vegna fram. Ég hefði getað farið hina leiðina að biðja forseta að hafa upp á ráðherranum og fá síðan þau svör að hann gæti ekki hér komið og tafið tíma þingsins á því sem ég fyrir vissi. En ég taldi enga ástæðu til þess.