Tilraunastöð í jarðrækt á Reykhólum

25. fundur
Fimmtudaginn 03. nóvember 1994, kl. 10:46:05 (1110)


[10:46]
     Jón Helgason (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég vil taka undir með hæstv. ráðherra að ég vonast til þess að Sámsstaðir geti hentað vel í þessu skyni þar sem þeir er á því svæði þar sem lífræn ræktun er komin lengst fyrir frumkvæði bænda.
    Ég hef rætt þetta atriði við Rannsóknastofnun landbúnaðarins í nokkur ár en svarið sem ég hef fengið þar er fyrst og fremst það að fjárveitingum til stofnunarinnar hefur verið ákaflega þröngur stakkur skorinn og þeir hafa ekki talið sér fært að leggja nema að takmörkuðu leyti inn á nýjar brautir en vonandi verður það ekki heldur til þess að hindra að þær ábendingar og áhersla sem ráðherra hefur getið um beri einhvern árangur.