Hópuppsagnir

25. fundur
Fimmtudaginn 03. nóvember 1994, kl. 16:59:14 (1177)


[16:59]
     Kristín Ástgeirsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég vil bara taka það fram að ég er ekki á nokkurn hátt að gefa það í skyn að það hafi verið staðið eitthvað óeðlilega að uppsögnum þarna, heldur er ég eingöngu að velta fyrir mér þessu frv. sem hér er til umræðu. Ef ég man rétt, þá er þetta viðbót, viðbætur við gildandi lög um hópuppsagnir, en það sem maður hlýtur þá að velta fyrir sér er það, hvers virði eru þessi lög í raun og veru ef þau hafa ekkert komið inn í þetta mál sem er svona nýafstaðið?