Rannsókn kjörbréfs

26. fundur
Mánudaginn 07. nóvember 1994, kl. 15:06:23 (1196)


[15:06]
     Frsm. kjörbréfanefndar (Geir H. Haarde) :

    Virðulegi forseti. Kjörbréfanefnd hefur fengið til athugunar kjörbréf Ragnars Þorgeirssonar, sem er 2. varaþingmaður Framsfl. í Vesturl. Kjörbréf þetta er gefið út 2. nóv. 1994 og undirritað af öllum landskjörstjórnarmönnum.
    Fyrir lá bréf frá 1. varaþingmanni Framsfl. í Vesturl., Sigurði Þórólfssyni, þess efnis að hann gæti ekki tekið sæti á þingi sökum anna.
    Kjörbréfanefnd hefur að lokinni rannsókn sinni komist að þeirri niðurstöðu að kjörbréf þetta sé fullgilt og mælir með að þingið staðfesti þá niðurstöðu.