Framhaldsskólar

29. fundur
Þriðjudaginn 08. nóvember 1994, kl. 20:55:25 (1333)


[20:55]
     Menntamálaráðherra (Ólafur G. Einarsson) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ef svo færi að það ætti að fara að innheimta einhver sérstök gjöld til að greiða rekstrarkostnað framhaldsskóla þá er það Alþingi sem gerir það. Það verður ekkert gert einhliða af ráðherra og ég veit ekki til að það hafi verið gert. Ég kannast ekki við það. Auðvitað verða settar reglur um innheimtu þessara gjalda og hefði svo sem átt að vera búið að því fyrir lifandi löngu. Það má alveg eins segja að það hefði átt að gerast í tíð forvera míns, hv. þm. Svavars Gestssonar, á meðan hann var menntmrh. því þá voru þessi ákvæði í gildi. En það hefur ekki verið gert og ég get ekki séð að það hafi komið neitt sérstaklega að sök.
    Ég tek undir að setja þurfi um þetta reglur en ég segi um leið að það hefur ekki komið að sök þótt ekki hafi verið sérstök reglugerð varðandi þá grein í gildandi lögum sem er hliðstæð greininni í frv.