Tilkynning um utandagskrárumræðu

30. fundur
Miðvikudaginn 09. nóvember 1994, kl. 13:34:16 (1341)



     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Áður en gengið er til dagskrár vill forseti tilkynna að nokkrar breytingar hafa orðið á fyrirhuguðum umræðum utan dagskrár í dag. Frestað verður umræðu um skuldastöðu heimilanna um óákveðinn tíma. Einnig fellur niður í dag utandagskrárumræða um framtíð Kísiliðjunnar við Mývatn. Hv. 6. þm. Norðurl. e. hafði beðið um þá umræðu en hún fellur niður í dag af óviðráðanlegum orsökum.
    Þá vill forseti jafnframt tilkynna að fjmrh. hefur óskað eftir að gefa yfirlýsingu skv. 1. mgr. 50. gr. þingskapa, þ.e. hálftíma utandagskrárumræða, og það er um skattlagningu tekna blaðburðarfólks o.fl. Umræðan getur staðið í allt að hálftíma og mun hún hefjast kl. 3.30.