Atvinnu- og búseturéttur launafólks innan EES

31. fundur
Miðvikudaginn 09. nóvember 1994, kl. 14:04:24 (1355)

[14:04]
     Páll Pétursson :
    Herra forseti. Ég verð að segja að mér finnst þetta vera heldur fátæklegt þingskjal og nokkuð óvenjulegt að formi til en ég vil vekja athygli á því að að þetta mál er eitt af þeim sem yfir okkur dynur eða við verðum að undirgangast út af samningnum um Evrópskt efnahagssvæði. Það er sjálfsagt ekki ástæða til þess að fara að fjölyrða mikið um þetta, þetta er eitt af því sem við verðum að kyngja, en ekki er ég sannfærður um að þetta mál sé verulegur fengur fyrir okkur Íslendinga.