Skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1993

32. fundur
Fimmtudaginn 10. nóvember 1994, kl. 17:02:07 (1467)


[17:02]
     Pétur Bjarnason (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er kannski ekki ástæða til að orðlengja þetta miklu lengur. Ég er afskaplega ánægður með þessar breytingar. Í 18. gr. reglugerðarinnar stendur, ég fann þetta ekki í fljótheitum áðan: ,,Fjárhagsleg aðstoð Byggðastofnunar skal miðast við að stofnunin sé ekki sjálf beinn þátttakandi í atvinnurekstri.``
    Ber að skilja það svo, hæstv. forsrh., að þetta sé reglugerð sem er ekki í gildi? ( Forsrh.: Þetta er reglugerð sem var í gildi þegar fjárhagur stofnunarinnar var til umfjöllunar.) Þá verð ég að biðja hæstv.

forsrh. velvirðingar á því að ég les upp úr þeirri skýrslu sem ég hafði í höndum og taldi vera gilda.