Náttúruvernd

35. fundur
Fimmtudaginn 17. nóvember 1994, kl. 11:13:02 (1573)


[11:13]
     Tómas Ingi Olrich (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Samstarf hæstv. landbrh. og hæstv. umhvrh. Össurar Skarphéðinssonar hefur alla tíð verið til mikillar fyrirmyndar. Það er því ekkert upp á það að klaga, hv. þm. Það kann að vera að í liðinni tíð hafi samstarf umhvrh. og landbrh. ekki verið sem skyldi, en það er liðin tíð. Hins vegar er stjórnarandstöðunni mjög gjarnt að reyna að kalla fram andstöðu milli stjórnarflokkanna, en í þessu tilfelli er ágætis samstarf milli hæstv. umhvrh. og hæstv. landbrh. og ber að fagna því hversu gott það samstarf er og engin ástæða til þess að hafa sérstakar áhyggjur af því.