Náttúruvernd

35. fundur
Fimmtudaginn 17. nóvember 1994, kl. 12:07:27 (1586)


[12:07]

     Landbúnaðarráðherra (Halldór Blöndal) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Þetta er skrýtin deila. Hv. þm. sem var ráðherra þegar umhvrn. var stofnað eins og ég vék að hér áðan, kvað upp úr um það á þeim tíma og hans flokkur að bæði Landgræðslan og Skógræktin skyldu falla undir landbrn. Síðan er hann að setja það fram sem sérstakt árásarefni á þá ríkisstjórn sem nú er að hún skuli ekki hafa viljað skipa þessum málum á annan veg.
    Hitt er líka mjög undarlegt hjá hv. þm. ef hann heldur því fram að sá eini hugsanlegi friður sem gæti orðið um þessi mál sé sá að menn fallist á hans sjónarmið en sjónarmið annarra eigi þá að víkja. Skrýtinn málatilbúnaður ef hugmyndin er sú að reyna að ná frið um málið.