Hlutdeild áfengis og tóbaks í grunni framfærsluvísitölu

39. fundur
Mánudaginn 21. nóvember 1994, kl. 15:56:51 (1730)


[15:56]
     Þuríður Backman :
    Hæstv. forseti. Ég vil þakka fyrir að þessi fyrirspurn skyldi koma fram og eins fyrir svör forsrh. Mér þótti leitt að heyra hann svara því játandi að það sé ekki fyrirhugað að taka þetta út úr framfærsluvísitölunni því að það eru þjóðir sem hafa tvískipta framfærsluvísitölu, með og án tóbaks og áfengis. Vissulega hefur þetta áhrif á markmið heilsugæslunnar, heilbrigðisstefnuna í landinu, þ.e. að draga úr reykingum og því er það ósk okkar að við gerum allt sem við getum til þess að stuðla að því að draga úr tóbaksneyslu.