Hlutdeild áfengis og tóbaks í grunni framfærsluvísitölu

39. fundur
Mánudaginn 21. nóvember 1994, kl. 15:58:46 (1731)


[15:58]
     Björk Jóhannsdóttir :
    Virðulegi forseti. Ég vil þakka hæstv. forsrh., Davíð Oddssyni, fyrir svör hans og góðar undirtektir þingmanna. En ég vil ítreka það hér að mér var fyllilega ljóst að áfengi og tóbak væri í grunni framfærsluvísitölunnar vegna þess að hún byggist á neyslukönnun. En ég lýsi jafnframt vonbrigðum mínum yfir því að það skuli ekki vera fyrirhuguð breyting þar á vegna þess að við getum notað verðhækkanir sem áhrifaríka leið í forvarnastarfi gegn áfengi og tóbaki. Það hefur gefist vel víða í kringum okkur og mundi án efa skila árangri hérlendis einnig.
    Að lokum vil ég segja það að mér finnst að ungviðið á Íslandi eigi það skilið að við leitum allra leiða til að draga úr reykingum og drykkju í landinu.