Greiðslur atvinnuleysisbóta til sjálfstætt starfandi einstaklinga

39. fundur
Mánudaginn 21. nóvember 1994, kl. 17:32:51 (1773)


[17:32]
     Félagsmálaráðherra (Rannveig Guðmundsdóttir) :
    Virðulegi forseti. Það er vissulega rétt að þessar reglur hafa legið fyrir síðan 3. okt. og ég fullyrði að það er góður vilji til þess að koma til móts við þá hópa sem þingmaðurinn hefur sérstaklega gert að umtalsefni. Það að ég skuli hafa reynt að rekja það í stuttu máli í svari mínu hvað felst í reglunum er auðvitað mun erfiðara að setja fram en ef ég hefði haft tækifæri og tíma til að lesa viðmiðunarreglurnar eins og þær liggja fyrir og að sjálfsögðu mun ég afhenda fyrirspyrjanda þær. En það er búið að vinna vel

að þessu máli, skoða það hvernig hægt er að koma til móts við þessa hópa og ég held að það sem mjög viðunandi hvernig þetta mál hefur verið leyst.