Greiðsluaðlögun húsnæðislána

40. fundur
Þriðjudaginn 22. nóvember 1994, kl. 14:39:28 (1812)


[14:39]
     Félagsmálaráðherra (Rannveig Guðmundsdóttir) (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Ég skildi þingmanninn svo að þessi athugasemd ætti við félagslega húsnæðiskerfið. Ef hún sneri að félagslega húsnæðiskerfinu þá er þetta vissulega vandi sem verið er að skoða, sá hópur fólks sem ekki hefur ráðið við þær skuldbindingar sem fylgja í félagslega húsnæðiskerfinu jafngóð hugsun og er á bak við það og mikil og löng lán og lágar greiðslur sé viðunandi byggingar- eða kaupkostnaður fyrir hendi. En við megum ekki gleyma því varðandi félagslega húsnæðiskerfið að stærsti hluti þeirra sem þar fá inni og stærsti hluti þeirra skulda, þ.e. skuldirnar sem eru viðunandi fyrir viðkomandi, viðunandi íbúð og viðunandi greiðslubyrði, það er mjög mikil hamingja fólgin í þeim lánum svo vægt sé tekið til orða.