Greiðsluaðlögun húsnæðislána

40. fundur
Þriðjudaginn 22. nóvember 1994, kl. 16:35:39 (1847)


[16:35]
     Flm. (Svavar Gestsson) (andsvar) :

    Virðulegi forseti. Vandinn með fyrirrennarana, þá tvo síðustu a.m.k., hefur verið sá að þeir hafa helst ekki viljað tala við líffeyrissjóðina og ekki hafa samninga við þá. Þannig að það eru auðvitað kaflaskipti ef hæstv. núv. félmrh. hefur áhuga á því að ræða við lífeyrissjóðina og eigendur þeirra um endurfjármögnun húsnæðiskerfisins í heild, sem er í raun og veru óhjákvæmilegt að fara út í. Ég reikna fastlega með því að hæstv. félmrh. muni ekki fara í viðræður við lífeyrissjóðina bara til að tala við þá heldur til að hafa út úr þeim meiri peninga og ég óska henni alls velfarnaðar í því.