Varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum

44. fundur
Mánudaginn 28. nóvember 1994, kl. 17:02:01 (1996)


[17:02]
     Fyrirspyrjandi (Kristinn H. Gunnarsson) :
    Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin og jafnframt fagna ég þeim ákvörðunum sem teknar hafa verið fram til þessa svo og tillögu nefndarinnar. Mér sýnist í fljótu bragði að nefndin hafi tekið mið af frv. að verulegu leyti, m.a. hafi tekjukafli frv. verið gerður að tillögu nefndarinnar sem ríkisstjórnin hafi síðan gert að sínum tillögum. Þá sýnist mér að aðrar tillögur sem boðað er að komi fram í frv. á vegum ríkisstjórnarinnar um aukinn hlut ofanflóðasjóðs í kostnaði við varnarvirki séu í takt við efni frv. svo og sú breyting að opna fyrir að viðhald á varnarvirkjum verði styrkhæft úr ofanflóðasjóði. Aðrar breytingar eru að mínu viti til bóta og málinu til framdráttar.
    Ég vil, virðulegur forseti, ítreka þakkir mínar til ráðherra fyrir framgang hennar og nefndarinnar í þessu máli sem mér sýnist vera mjög ásættanlegur svo ekki sé meira sagt.