Samningur um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunar

45. fundur
Þriðjudaginn 29. nóvember 1994, kl. 14:26:07 (2038)


[14:26]
     Landbúnaðarráðherra (Halldór Blöndal) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Mér er ljúft að svara þessari fyrirspurn. Sérfræðinganefndin hefur unnið mjög ötullega að undirbúningnum að því að hið nýja GATT samkomulag geti tekið gildi hér á landi. Það er svo með okkur Íslendinga að við erum fáliðaðir og við kjósum af þeim sökum að eiga gott samstarf við þjóðir sem við treystum um efni eins og þessi. Norðmenn eru nýbúnir að ganga frá sínum málum svo ég taki dæmi og eru með fjölmennar sveitir manna til þess að undirbúa vinnu úr sínum gögnum. En það hefur verið nákvæmlega fylgst með þeirra störfum og ég geri mér vonir um það að niðurstaða geti legið fyrir á allra næstu vikum. Það er a.m.k. ljóst að það á ekki að standa á því í sambandi við afgreiðslu þessa máls á hinu háa Alþingi, þá er auðvitað út frá því gengið að sú niðurstaða geti legið fyrir áður en málið er afgreitt úr utanrmn.