Samningur um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunar

45. fundur
Þriðjudaginn 29. nóvember 1994, kl. 15:12:07 (2055)


[15:12]
     Páll Pétursson (andsvar) :
    Frú forseti. Það hefur fengist staðfesting á því hjá hæstv. landbrh. að ekki var fyllilega að marka yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Það hefur ekki verið unnið eftir þeirri stefnu sem hæstv. forsrh. upplýsti þá. Það er ákvörðun um að minnka útflutningsbætur í þessum samningi um 36%, ef ég man rétt, frá viðmiðunarárum, en nú voru ekki útflutningsbætur ( Gripið fram í: Jú, jú, jú.) á ákveðnar landbúnaðarvörur og ég skil það svo að ómögulegt sé að taka upp útflutningsbætur á þær landbúnaðarvörur.