Samningur um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunar

45. fundur
Þriðjudaginn 29. nóvember 1994, kl. 16:39:27 (2085)


[16:39]
     Ingi Björn Albertsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Mér þykir þetta skjóta örlítið skökku við. Hér er mönnum gert það að skyldu að borga stórfé fyrir það að fá leyfi til að stunda innflutningsverslun og verslun yfir höfuð, en nú á það leyfi ekki að gilda lengur þegar kemur að þessum tiltekna þætti. Þannig að maður hlýtur þá að spyrja sjálfan sig: Með hvaða hætti á þá að vinsa úr þeim sem á annað borð sækja um? Hvaða aðferðir verða þar viðhafðar þannig að menn geti tryggt sem mest jafnrétti við úthlutun á þessum leyfum þegar að því kemur?