Séríslenskir bókstafir í Inmarsat C fjarskiptakerfinu

49. fundur
Mánudaginn 05. desember 1994, kl. 15:29:42 (2184)


[15:29]
     Samgönguráðherra (Halldór Blöndal) :
    Hæstv. forseti. Þetta er eiginlega nokkuð skemmtileg umræða á Alþingi að við förum djúpt ofan í þessi mál. Eftir þeim upplýsingum sem ég hef er telex er fimm bita stafasett og þegar svo er þá er ekki hægt inni í kerfinu sjálfu að bæta við hinum íslensku stöfum heldur verður að gera það hjá notendum með sérstökum hugbúnaði þar sem er dýrt og sérstaklega þar sem nú vatnar undan telex-kerfinu. En á hinn bóginn er nútímakerfi með 7--8 bita stafasetti og þess er vandlega gætt af Pósti og síma að íslensku stafirnir komi þá til greina og séu notaðir. Þessi athugasemd er eiginlega komin of seint fram. Tækninni hefur fleygt fram og það sem hv. þm. hefur áhuga á er gengið fram. Það þýðir ekki að kvarta undan þeirri tækni sem kom til landsins árið 1965 eftir þeim upplýsingum sem ég hef.
    Nú hygg ég að ég hafi sagt nóg um þessa tækni, hæstv. forseti.