Björn Ingi Bjarnason fyrir SighB, Magnús Jónsson fyrir ÖS

51. fundur
Miðvikudaginn 07. desember 1994, kl. 13:37:06 (2306)


     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Borist hefur eftirfarandi bréf, dags. 6. des. 1994:
    ,,Þar sem Sighvatur Björgvinsson, heilbr.- og trmrh., er farinn til útlanda í opinberum erindum og getur því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska þess að þar sem 1. varaþm. Alþfl. í Vestfjarðakjördæmi getur ekki vegna sérstakra anna tekið sæti á Alþingi taki 2. varaþm., Björn Ingi Bjarnason fiskverkandi, Hafnarfirði, sæti á Alþingi í fjarveru hans.
    Þetta er yður hér með tilkynnt, virðulegi forseti.
Sigbjörn Gunnarsson, formaður þingflokks Alþfl.


    Þá er hér annað bréf, dags. 6. des. 1994 til forseta Alþingis:
    ,,Vegna sérstakra anna sé ég mér ekki fært að taka sæti Sighvatar Björgvinssonar heilbr.- og trmrh. næstu tvær vikur sem 1. varaþm. Alþfl. í Vestfjarðakjördæmi.
Virðingarfyllst,

Pétur Sigurðsson.``


    Björn Ingi Bjarnason hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðinn velkominn til starfa.

    Þá er hér bréf, dags. 2. des. 1994:
    ,,Þar sem ég vegna annarra aðkallandi starfa get ekki setið lengur á Alþingi í forföllum Össurar Skarphéðinssonar, 17. þm. Reykv., fer ég fram á að 1. varaþm. Alþfl. í Reykjavík, Magnús Jónsson veðurfræðingur, taki nú sæti á Alþingi.
    Þetta er yður hér með tilkynnt, hæstv. forseti.

Valgerður Gunnarsdóttir, 2. varaþm. Alþfl. í Reykjavík.


    Magnús Jónsson hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðinn velkominn til starfa.