Húsaleigubætur og búsetaréttur

51. fundur
Miðvikudaginn 07. desember 1994, kl. 13:46:45 (2315)


[13:46]
     Félagsmálaráðherra (Rannveig Guðmundsdóttir) :
    Virðulegi forseti. Fyrst vil ég leiðrétta orð mín hér áðan. Ég nefndi skattfrelsi húsaleigubóta. Það var vissulega mismæli því að um er að ræða skattfrelsi húsaleigutekna upp að 300 þús. kr. eins og fyrirspyrjandi nefndi. En þess vegna nefndi ég þessa umfjöllun í efh.- og viðskn. fyrir ári síðan vegna þess að

einmitt baráttan fyrir því að fá inn þetta ákvæði þar flækti málið gagnvart húsaleigubótunum núna og ég tek undir það með fyrirspyrjanda að það er mjög mikilvægt að leysa þetta mál og það þarf að ganga í það en það hafa nú einhvern veginn verið þeir atburðir í gangi að undanförnu varðandi félmrn. og stjórn mála þar að það eru ansi mörg mál sem við höfum verið að ganga í að undanförnu sem afleiðing annarra atburða. Ég mun gera mitt besta til að þessi mál verði komin á hreint áður en þingið fer í jólaleyfi.