Flutningur leikskóla Heyrnleysingjaskólans

51. fundur
Miðvikudaginn 07. desember 1994, kl. 13:53:53 (2320)


[13:53]
     Menntamálaráðherra (Ólafur G. Einarsson) :
    Hæstv. forseti. Ég tek undir það með hv. þm. að hér er um sérstakt mál að ræða. Við þekkjum mismunandi skoðanir á blöndun eða rekstri sérskóla. Ég hef látið þá skoðun í ljós áður að það gildi alveg sérstakt einmitt um Heyrnleysingjaskólann, að það sé kannski sá af sérskólunum sem helst er réttlætanlegt að verði áfram rekinn sem slíkur. Og ég ítreka það enn og aftur að ég er reiðubúinn að kanna þetta mál til hlítar.