Sameining Búnaðarfélags Íslands og Stéttarsambands bænda

52. fundur
Fimmtudaginn 08. desember 1994, kl. 10:46:24 (2365)


[10:46]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Þar sem ég veit að hv. formaður landbn. hefur verið mjög ánægður yfir því að konur hafi á seinni árum setið í hv. landbn. þá hélt ég e.t.v. að hann mundi beita sér fyrir því að hafa einhver áhrif þarna. Nú hafa konur ekki verið mjög virkar í búnaðarfélögum, fyrst og fremst vegna þess að þeir tveir aðilar sem standa að búunum hafa báðir þurft að greiða gjald til búnaðarfélaganna og fólk hefur verið að spara sér þann kostnað. En hugsanlega væri hægt að gera eitthvað til þess að tryggja frekar áhrif bændakvenna í þessum samtökum. Mér er kunnugt um að bændakonur hafa af því áhyggjur að þarna verði enn meiri og stærri karlasamkoma en verið hefur.