Verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf

52. fundur
Fimmtudaginn 08. desember 1994, kl. 14:21:43 (2425)


[14:21]
     Jóhannes Geir Sigurgeirsson (um fundarstjórn) :
    Virðulegur forseti. Ég vil að sjálfsögðu ekki setja mig neitt upp á móti því að þetta mál sem hér er komið fram fái umræðu í þinginu. Ég hefði hins vegar, virðulegur forseti, haft eilítinn áhuga á að vita hver eru áform stjórnarmeirihlutans varðandi þetta mál áfram. Nú er það svo að hér er um að ræða ( Fjmrh.: Ég hef sérstaklega tekið það fram, en hv. þm. var ekki við.) ( Gripið fram í: Það var sagt að ekkert lægi á að afgreiða þetta frv.) Já, það er ágætt að það komi hér fram. ( Fjmrh.: Það er röng frásögn.)
    ( Forseti (VS): Ekki samtal í þingsalnum.)
    Virðulegur forseti. Við skulum gefa hæstv. fjmrh. tækifæri til þess að lýsa því þá yfir, (Gripið fram í.) en það er alveg ljóst að það er ekki nokkur smuga á að fara í vinnu í þessu máli í nefndum fyrir jól. Efh.- og viðskn. er öll af vilja gerð og er búið að leggja upp plan að funda flesta daga fram að jólum þannig að ég hefði nú, virðulegi forseti, álitið að það væri mun nær að hér væri verið að mæla fyrir og ræða um þau mál sem nauðsynlega þarf að afgreiða fyrir jól, en við sjáum hvorki tangur né tetur af.