Átak í málefnum barna og ungmenna

52. fundur
Fimmtudaginn 08. desember 1994, kl. 16:49:40 (2440)


[16:49]
     Ingi Björn Albertsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég veit ekki hvort hv. þm. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir misskildi mig, en eins og tillagan er núna þá er hún einfaldlega um að láta gera fjögurra ára áætlun um úrbætur í málefnum barna og ungmenna, en það er ekkert um að hrinda henni síðan í framkvæmd. Ég var að tala um tímamörk. Ég tel að það fari ákveðinn tími í að gera þessa áætlun og ég vildi tímasetja það að sú nefnd, eða hverjir sem það verkefni fá, hafi til þess tiltekinn tíma og síðan ætti að tímasetja það hvenær ætti að hrinda áætluninni í framkvæmd. Það var þetta sem ég var að tala um, ekkert annað. Ég held að hv. þm. hafi misskilið mig þannig að ég vildi tala aðeins skýrar núna.