Átak í málefnum barna og ungmenna

52. fundur
Fimmtudaginn 08. desember 1994, kl. 16:51:24 (2442)


[16:51]
     Ingi Björn Albertsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég ætla ekkert að elta ólar við þetta. Þetta var bara ábending frá mér að fenginni reynslu í glímu við framkvæmdarvaldið. Mér finnst óþarft að gefa þeim jafnopna heimild og þarna er verið að gera. Það þýðir að þetta geti dregist von úr viti og menn hafi engin tök á málinu. Þess vegna hefur það verið mín reynsla að það sé heillaráð að setja slíka hluti inn í til þess að tryggja að málið verði unnið á einhverjum tilteknum tíma en dragist ekki von úr viti í kerfinu.