Tilkynning um utandagskrárumræðu

53. fundur
Föstudaginn 09. desember 1994, kl. 10:32:20 (2455)


     Forseti (Pálmi Jónsson) :
    Áður en gengið verður til dagskrár fara fram umræður utan dagskrár um skuldastöðu heimilanna. Málshefjandi er hv. 5. þm. Suðurl., Guðni Ágústsson, en hæstv. félmrh. verður til andsvara. Umræðan fer

fram skv. 2. mgr. 50. gr. þingskapa. Samkomulag hefur orðið um það milli þingflokka, sbr. 2. mgr. 72. gr. þingskapa, að umræðan standi í allt að tvær og hálfa klukkustund. Umræðutími skiptist þannig að hver þingflokkur hefur 25 mínútur, þingflokkur málshefjanda og félmrh. þó 5 mínútum meira eða samtals 30 mínútur. Enn fremur er samkomulag um að hv. 12. þm. Reykv., Jóhanna Sigurðardóttir, utan flokka, hafi allt að 12 mínútur.