Fyrirkomulag utandagskrárumræðu

53. fundur
Föstudaginn 09. desember 1994, kl. 10:36:51 (2458)


[10:37]
     Ingi Björn Albertsson :
    Hæstv. forseti. Eins og ég var að segja rétt áðan, þá hef ég lýst því yfir að hv. þm. Geir H. Haarde eða staðgengill hans hefur ekki umboð til þess að semja málfrelsi frá mér þannig að ég óska eftir því að þessi niðurstaða verði endurskoðuð. Ég bendi á þingskapalögin þar sem gert er ráð fyrir því að þetta sé eingöngu samkomulag milli þingflokka og ef ætti að túlka það mjög skýrt þá ætti t.d. hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir ekki að fá að ræða málin í þessum umræðum þar sem hún hefur ekki þingflokk á að skipa. En ég óska eftir því að ég verði settur á mælendaskrá.