Fyrirkomulag utandagskrárumræðu

53. fundur
Föstudaginn 09. desember 1994, kl. 10:39:01 (2460)


[10:39]
     Páll Pétursson :
    Herra forseti. Hv. 11. þm. Reykv. tók að vissu leyti af mér ómakið. Það liggur náttúrlega alveg ljóst fyrir að ef hv. þm. Ingi Björn Albertsson er í þingflokki sjálfstæðismanna þá á hann rétt á að taka þátt í þessum umræðum fyrir hönd þingflokks sjálfstæðismanna. Ef hv. þm. Ingi Björn Albertsson er ekki í þingflokki sjálfstæðismanna þá hlýtur hann að njóta sama réttar og verður að fá að njóta sama réttar og hv. 12. þm. Reykv., Jóhanna Sigurðardóttir. Mér finnst að úr þessu verði hv. 5. þm. Reykv. að leysa sjálfur. Ef hann er í þingflokki sjálfstæðismanna þá talar hann á kvóta Sjálfstfl. Ef hann er ekki í þingflokki sjálfstæðismanna, hefur gengið úr honum, þá á hann sama rétt og hv. 12. þm. Reykv., Jóhanna Sigurðardóttir.