Fyrirkomulag utandagskrárumræðu

53. fundur
Föstudaginn 09. desember 1994, kl. 10:48:01 (2467)


[10:48]
     Björn Bjarnason :
    Herra forseti. Það kemur mér á óvart að hér skuli þetta vera lagt upp sem sérstakt vandamál að hv. þm. Ingi Björn Albertsson geti ekki talað í umræðunum nema hann fái einhverja sérmeðferð. Þetta mál hefur ekki verið rætt á vettvangi þingflokks sjálfstæðismanna með þeim hætti að hv. þm. geti ekki talað í þeim tíma sem Sjálfstfl. hefur verið úthlutað. Það var tilkynnt um þetta í þingflokki sjálfstæðismanna og það liggur alveg ljóst fyrir að þingflokkurinn hefur 25 mínútur til umráða hér og hv. þm. Inga Birni Albertssyni er heimilt að nota mínútur af þeim tíma til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og er það meinalaust af hálfu þingflokksins að sjálfsögðu.