Fjáraukalög 1994

53. fundur
Föstudaginn 09. desember 1994, kl. 16:12:41 (2501)


[16:12]
     Sturla Böðvarsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Eitthvað passar þetta allt illa saman hjá hv. þm. vegna þess að í dag er það þannig að það hefur aldrei verið meiri aðsókn að framhaldsskólum og okkar háskólum. Ég sé ekki betur en að ungmenni þessa lands eigi greiðan aðgang að námi sem sést m.a. á því að vandi háskólans felst í því að það eru svo margir sem leita eftir að komast í þann skóla. Við höfum stofnað háskóla á Akureyri,

við höfum eflt Kennaraháskólann, við höfum eflt Tækniskólann og þannig mætti lengi telja. Sem betur fer. Það er grundvöllur þessarar þjóðar að sem flestir geti stundað langskólanám og eflt þannig menntun í landinu og þá möguleika sem við höfum til að efla atvinnulífið og menningu í landinu.