Fjáraukalög 1994

53. fundur
Föstudaginn 09. desember 1994, kl. 16:16:38 (2504)


[16:16]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það væri náttúrlega mjög ánægjulegt ef við kvennalistakonur, sem erum ekki nema fimm í þinginu, hefðum eitthvert vald á að ráða því hvaða frv. eru lögð fram af hálfu stjórnarinnar. Ég vildi að svo væri í fleiri málum. En hvort við munum greiða atkvæði gegn því ef hugsanlega kemur fram frv. um sinkverksmiðju er ekkert hægt að segja á þessu stigi málsins. Það fer alveg eftir því hvernig sú verksmiðja væri og hvort hún væri mengandi þegar allt kæmi til alls. Hins vegar benti ég á að sinkverksmiðjur hafa yfirleitt þótt mjög mengandi starfsemi í öllum öðrum löndum.